Roma in the Centre er þverfaglegt rannsóknarverkefni um menningu Rómafólks. Stjórnandi verkefnisins er Sofiya Zahova, nýdoktor í Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að rannsaka og stuðla að kynningu á bókmenntum og menningu Rómafólks/Sígauna, en fulltrúar þeirra eru í lykilhlutverkum innan verkefnisins.

Ársfundur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir árið 2018 var haldinn í Veröld – húsi Vigdísar föstudaginn 31. maí 2019 og stýrði Birna Arnbjörnsdóttir, stjórnarformaður stofnunarinnar fundinum.